Fótbolti

The Sun: Eiður vill aftur til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Stefán

Enska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að Eiður Smári Guðjohnsen vilji aftur komast í ensku úrvalsdeildina.

Enn fremur heldur blaðið því fram að Eiði hafi sinnast við Guy Lacombe, stjóra Monaco. Fullyrt er að samskipti þeirra tveggja hafi algerlega brotnað niður.

Eiður gekk í raðir Monaco í haust en hefur ekki náð sér á strik. Hann var ekki valinn í leikmannahóp liðsins fyrir leik þess gegn Stade Rennais í frönsku úrvalsdeildinni í gær.

Hann er sagður vilja aftur komast til Englands þar sem hann lék með Chelsea og Bolton á sínum tíma sem allra fyrst. Félagaskiptaglugginn opnar um næstu áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×