Enski boltinn

Elano genginn til liðs við Galatasaray

Ómar Þorgeirsson skrifar
Elano.
Elano. Nordic photos/AFP

Forráðamenn Manchester City eru ekki bara að kaupa leikmenn því í dag var staðfest að Brasilíumaðurinn Elano væri á förum frá félaginu og hefði þegar samþykkt samningstilboð frá Galatasaray í Tyrklandi.

Elano var orðaður við Juventus, AC Milan og Inter fyrr í sumar en miðjumaðurinn sókndjarfi hefur nú skrifað undir samning við Tyrkina til ársins 2013 en kaupverðið er talið nema í kringum 8 milljónum punda.

Elano sló rækilega í gegn með City eftir komuna frá Shakhtar Donetsk á 8 milljónir punda fyrir tveimur árum en leikmaðurinn átti erfitt með að festa sig í sessi í byrjunarliðinu á síðustu leiktíð undir stjórn knattspyrnustjórans Mark Hughes.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×