Fótbolti

Margrét Lára til Kristianstad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára í leik með íslenska landsliðinu.
Margrét Lára í leik með íslenska landsliðinu.

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skipt um lið í sænsku úrvalsdeildinni og gengið til liðs við Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar.

Þær þekkjast vel enda störfuðu þær lengi saman bæði í Val og ÍBV. Hún mætir á sínu fyrstu æfingu hjá sínu nýja liði í dag en nú leika alls fjórir íslenskir leikmenn með Kristianstad.

„Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar á meðan ég þurfti að taka þessa ákvörðun enda engin óskastaða fyrir mig. Ég fékk ekki að spila mikið hjá Linköping og þurfti að fá fleiri mínútur inn á vellinum, bæði fyrir mig og landsliðið," sagði Margrét Lára við Vísi í dag.

„En ég ákvað á endanum að fara til liðs þar sem ég þekki þjálfarann vel og yrði vel studd af þeim íslensku leikmönnum sem eru hér. Mér líst vel á þetta."

Elísabet sagðist fagna því að fá Margrét Láru til liðs við sig. „Þegar ég heyrði af því að hún ætlaði að flytja sig um set þá var það barátta sem ég ætlaði alls ekki að tapa," sagði Elísabet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×