Enski boltinn

Sven-Göran: Einstakt tækifæri

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.

Svíinn Sven-Göran Eriksson er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska 3. deildarliðinu Notts County. Eriksson er fyrrum þjálfari enska landsliðsins.

Þá hefur verið tilkynnt að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður hans, muni fylgja honum til Notts County þar sem hann verður í hlutverki ráðgjafa. Fjárfestahópur frá Miðausturlöndum tók yfir Notts County fyrir nokkru.

Sven-Göran mun sjá um viðræður við leikmenn, njósnastarfssemi félagsins, þróun leikmanna, æfingasvæðið og reyna að koma á tengslum erlendis. Hann hóf þjálfaraferil sinn í neðri deildum Svíþjóðar þar sem hann kom Degerfors upp um deild á fyrsta tímabili.

„Það er spennandi áskorun að endurtaka leikinn. Ég get ekki hugsað um betra tækifæri til þess en hjá elsta knattspyrnufélagi heims þar sem við getum bætt við sögu félagsins og vonandi komið með verðskuldaðan árangur," sagði Sven-Göran við ráðninguna.

Ian McParland er knattspyrnustjóri Notts County en framtíð hans er óljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×