Fótbolti

Steve Nash æfði með liði Teits í Kanada

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Nash sýnir listir sínar með boltann þegar hann var í ferðalagi í Kína í síðasta mánuði.
Steve Nash sýnir listir sínar með boltann þegar hann var í ferðalagi í Kína í síðasta mánuði. Nordic Photos / AFP
Körfuboltakappinn Steve Nash æfði í gær með Vancouver Whitecaps, knattspyrnuliðinu sem Teitur Þórðarson þjálfar.

Nash er leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni og hefur tvívegis verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Hann æfði reyndar með unglingaliði félagsins en hann ólst upp í nágrenni við Vancouver og lék knattspyrnu með skólaliði sínu.

„Þetta var frábært, ég skemmti mér mjög vel," sagði hann í samtali við kanadíska fjölmiðla. „Mér finnst alltaf mjög gaman að fá að spreyta mig í knattspyrnu. Ég hef ekki spilað í mánuð eða svo en náði að tóra. Ég held að þeir hafi hlíft gamla manninum."

Nash á hluta í félaginu og er mikill áhugamaður um knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×