Erlent

Vill að Bush og Rumsfeld verði ákærðir vegna pyntinga

Austurríkismaðurinn Manfred Nowak, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum í heiminum, hvetur bandarísk stjórnvöld til þess að sækja George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, til saka fyrir pyntingar og meðhöndlun fanga í stjórnartíð Bush.

Í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF í dag benti Nowak á að Bandaríkjamenn hefðu staðfest bann Sameinuðu þjóðanna við pyntingum sem þýddi að stjórnvöld þar í landi yrðu að sækja þá til saka sem ekki hefðu fylgt því. Benti hann á framferði Bandaríkjastjórnar í Guantanamo-fangabúðunum máli sínu til stuðnings og sagði Bush og Rumsfeld bera ábyrgð á pyntingum þar. Því ætti að sækja þá til saka fyrir gjörðir þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×