Fótbolti

Koss knattspyrnumanna gerir allt vitlaust í Hondúras

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/101greatgoals.com

Mynd sem sýnir tvo leikmenn kyssast í knattspyrnuleik í Hondúras hefur gert allt vitlaust í landinu.

Atvikið átti sér stað í leik Vida og Deportes Savio og myndin sýnir tvo leikmenn fyrrnefnda liðsins í innilegum stellingum.

Leiknum lauk með 2-2 jafnteli og skoraði annar leikmannanna á myndinni, Orlin Peralta, fyrra mark Vida í leiknum.

Leikmennirnir hafa nú komið opinberlega fram og neita því að þeir hafi verið að kyssast á munninn. Þeir hafi kysst hvorn annan á kinnina en sjónarhorn myndarinnar sé blekkjandi og af því stafi misskilningurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×