Fótbolti

CSKA Sofia búið að segja upp samningnum við Garðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson.

Garðar Gunnlaugsson er hættur að spila með búlgarska liðinu CSKA Sofia eftir að hann og félagið sömdu um að slíta samningi hans við félagið. Í frétt á heimasíðu CSKA kemur fram að Garðar sér frjálst að reyna fyrir sér hjá öðru félagi.

Á heimasíðunni, sjá hér, segir að Garðar hafa ekki náð að sanna sig fyrir þjálfurum eða stuðningsmönnum CSKA þetta ár sem hann eyddi í Búlgaríu. Garðar kom þangað frá sænska liðinu IFK Norrköping en lék þar á undan með Val og ÍA í íslensku úrvalsdeildinni.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars, tjáir sig einnig um þróun mála hjá sínum manni í nýjasta pistli sínum á pressan.is.

"Garðar var að slíta samningnum við stærsta liðið hérna í Búlgariu, CSKA Sofia og er atvinnulaus í augnablikinu en er að fara til reynslu hjá einhverjum liðum á næstunni hérna í nágrannalöndunum, það er bara vonandi að hann negli einhvern feitann díl kallinn! ;)," skrifar Ásdís í pistli sínum sem finna má í heilu lagi hér.



 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×