Íslendingur undirbýr matarmessu í Washington 17. október 2009 04:00 Baldvin Jónsson, lengst til vinstri á myndinni, hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir matarmessuna Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington. Á myndinni eru hann og Siggi Hall með danska kokkinn Claus Henriksen á milli sín. Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is Food and Fun Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Baldvin Jónsson hefur verið valinn í undirbúningsnefnd fyrir hina þekktu matarmessu Fanzy Food Show sem verður haldin í Washington árið 2011. „Auðvitað er þetta mikil viðurkenning. Það er afskaplega gaman að því þegar einhver tekur eftir því að maður er að gera eitthvað viturlegt en þetta er ekkert annað en vinna,“ segir Baldvin Jónsson. Hópurinn á að vinna að því að gera Washington að sælkeraborg Bandaríkjanna árið 2011 og er hátíðin hluti af þeirri áætlun. Sjö manns voru valdir í hópinn og er Baldvin eini útlendingurinn. „Það er ekki verið að velja núna Frakka, Spánverja eða Ítali. Það er verið að velja Íslendinga og það kitlar pínulítið hégómagirndina því ég hef verið mjög stoltur af íslenska matnum,“ segir hann. Baldvin er búsettur í Washington þar sem hann hefur unnið ötullega að kynningu íslenskrar matargerðar. Að auki hefur hann unnið að Food & Fun-hátíðinni í Reykjavík undanfarin ár ásamt Sigga Hall. Food & Fun hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna, meðal annars í Washington. „Þeim finnst áhugavert það sem við erum að gera heima. Þar höfum við verið að tengja saman matreiðslumeistara víða að úr heiminum og við erum núna búin að fá þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir við að tímaritið Forbes hafi valið Food & Fun sem eina af fremstu matarhátíðum heimsins. Fanzy Food-sýningin hefur undanfarin ár verið haldin í New York en flyst til Washington 2011. „Fanzy Food-sýningin er risastór sýning sem gengur út á sælkeramat. Við höfum verið að reyna að ná fótfestu á þeim markaði og það er að takast. Við getum aldrei brauðfætt alheiminn en þurfum að finna hillur þar sem fólk kann að meta okkar afurðir og þær eru alltaf dýrar.“ freyr@frettabladid.is
Food and Fun Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira