Fótbolti

FIFA bannar Maradona að mæta á HM-dráttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins.
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins. Mynd/AFP
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins, var dæmdur í tveggja mánaða bann hjá FIFA vegna framkomu sinnar eftir að Argentínumenn tryggðu sér sæti á HM í Suður-Afríku.

Maradona vildi sjálfur taka bannið út eftir áramót, til þess að geta mætt þegar dregið var í riðla á HM í næsta mánuði, en FIFA neitaði þeirri beiðni hans.

Maradona fór mikinn á blaðamannafundi eftir 1-0 sigur á Úrúgvæ í lokaumferð undankeppninnar og framkoma hans fór fyrir brjóstið á mörgum.

Það verður dregið í riðla í Höfðaborg 4. desember. Maradona mun auk þess missa af vináttulandsleik gegn Katólóníu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×