Jóhanna og Bjarni ósammála um styrki til frambjóðenda 23. apríl 2009 18:34 Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn. Kosningar 2009 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru ósammála um hvort opna skuli prófkjörsbókhald frambjóðenda. Forsætisráðherra vill að almenningur fái upplýsingar um styrki til frambjóðenda. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hins vegar undir einstaklingum komið hvort þeir upplýsi um slíka styrki. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær fengu þau Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjórar milljónir króna hvort um sig frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Ekki er annað að sjá en að alþingismenn hafi sjálfir sett þau siðferðismörk á fjárstyrki- aðeins nokkrum mánuðum eftir þessi prófkjör - í lögum sem segja að bæði stjórnmálaflokkar og fólk í prófkjörsbaráttu megi ekki þiggja hærri styrki en 300 þúsund krónur frá fyrirtækjum. Bæði Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís sögðu í gær að þau væru tilbúin til að opna bókhald prófkjara sinna ef aðrir gerðu slíkt hið sama. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi formönnum flokkanna bréf í gær þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð og að Ríkisendurskoðun yrði falið að gera úttekt á fjárreiðum flokkanna - og eftir atvikum frambjóðendum þeirra vegna prófkjara á árunum 1999 til 2006. En þýðir það að hún vilji að frambjóðendur upplýsi um styrki yfir 300 þúsund vegna prófkjara árið 2006? „Ég tel afar mikilvægt vegna þeirra umræðu sem hefur skapast í kringum fjármál flokkanna og frambjóðenda að eyða þeirri tortryggni," segir Jóhanna. Hún telur að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Við inntum formann Sjálfstæðisflokksins eftir því hvort hann myndi beita sér fyrir því að frambjóðendur flokksins opnuðu bókhald vegna prófkjörsbaráttunnar 2006. „Í prófkjörum þá fara frambjóðendur fram á eigin forsendum og á eigin reikning sem einstaklingar í prófkjöri," segir formaðurinn. Bjarni segir sjálfsagt að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í að móta einhvers konar tilmæli til frambjóðenda vegna umræðunnar. En hvað þýðir það? „Mér finnst koma vel til greina að flokkarnir komi saman og semji tilmæli. En það gengur ekki að taka upp ný lög og gera þau afturvirk," sagði formaðurinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira