Innlent

Framkvæmdastjóri LÍÚ: Ræða Árna Páls honum til „raðminnkunar“

Árni Páll Árnason heldur umdeilda ræðu á ársþingi ASÍ.
Árni Páll Árnason heldur umdeilda ræðu á ársþingi ASÍ.
„Orð ráðherrans [Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra] eru honum ekki einungis til minnkunar vegna þess hroka sem hann sýndi þeim sem vinna við þessar atvinnugreinar. Þau eru einnig vanvirða við það góða fólk sem mátti sitja undir ræðu hans," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍU.

Félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason hélt umdeilda ræðu á ársfundur ASÍ í gærkvöldi. LÍÚ er ekki ánægt með framlag ráðherrans enda réðist hann harkalega að sjávarútveginn. Árni Páll sagði að ef sjávarútvegur og stóriðja geti ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta sé spurning hvort yfir höfuð hafi verið veðjað á réttan hest og ekki þurfi að leita annarra kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu.

Friðrik er ekki ánægður með þessi þungu ummæli ráðherrans. „Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra fór afar niðrandi orðum um tvær mikilvægar atvinnugreinar í ræðu sinni á ársfundi ASÍ í gær," sagði hann um ummæli ráðherranns.

Sjálfur telur Friðrik ræða ráðherrans hafa orðið honum til „raðminnkunar". Friðrik vill meina að Þursaflokkurinn einn geti lýst þessu best með laginu, þú ert pínulítill kall. En lagið má heyra hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.