Fótbolti

Boruc játar erfiðleika í einkalífinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nordic Photos/Getty Images
Nordic Photos/Getty Images

„Það er sama hvort þú vinnir í verksmiðju eða ert fótboltamaður sem spilar fyrir framan þúsundir áhorfenda í viku hverri. Ef þú átt í erfiðleikum í einkalífinu þá hefur það áhrif á starf þitt," segir Artur Boruc, markvörður skoska liðsins Glasgow Celtic.

Boruc viðurkennir að vandræði í einkalífi sínu hafi haft áhrif á frammistöðu hans á síðustu leiktíð. Hann gerði nokkur slæm mistök, þau frægustu þegar Pólland tapaði fyrir Norður-Írlandi í landsleik.

„Mistökin sem ég gerði í þeim leik má rekja til erfiðleika hjá mér utan vallar. Ég bara var ekki með hugann á réttum stað," sagði Boruc sem gekk i gegnum erfiðan hjónaskilnað og lenti í kjölfarið í vandræðum utan vallarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×