WHO íhugar að lýsa yfir næstefsta viðbúnaðarstigi 29. apríl 2009 18:42 Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast skrefi nær því að lýsa yfir næst efsta viðbúnaðarstigi vegna svínaflensunnar. Það þýðir að ekkert lát er á útbreiðslu sjúkdómsins. Íslensk kona í Mexíkó, þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst, segir viðbúnað í landinu mikinn en hún sé ekki á leið heim í bráð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin er nú á viðbúnaðarstigi fjögur á sex stiga kvarða. Fari stofnunin á næst efsta stig telst það yfirlýsing um að ekkert lát virðist ætla að verða á svínaflensusmiti og til marks um að fólk utan Mexíkó hafi smitast án beinna tengsla við landið. Talsmaður stofnunarinnar segir þetta til skoðunar og stórt skref verði stigið þurfi að lýsa yfir fimmta viðbúnaðarstigi en svo hátt var ekki farið þegar fuglaflensa smitaðist milli landa fyrir nokkrum árum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir hundrað og fjórtán tilfelli svínaflensu staðfest í heiminum, þar af tuttugu og sex í Mexíkó sem er töluvert færri en þau tvö þúsund og fimm hundruð tilfelli sem heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó telja greind. Einnig segir stofnunin átta dauðsföll staðfest en ekki hundrað og sextíu. Sjö í Mexíkó og eitt í Bandaríkjunum, en tæplega tveggja ára barn sem kom til Texas með foreldrum sínum frá Mexíkó veiktist og lést. Hólmfríður Magnúsdóttir, sem búsett er í Mexíkó, segir enn mikinn viðbúnað í landinu. Hún hefur ekki mætt í vinnu síðan á mánudaginn. Hólmfríður segir fjölmarga með grímur og alla skóla lokaða. Hún á fjóra mánuði eftir í Mexíkó og hefur ekki hugleitt að koma fyrr heim. Tengdar fréttir Bandarískir svínabændur óhressir með svínaflensu Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur bænheyrt þarlenda svínabændur og farið þess á leit við stjórnvöld að nafni svínaflensunnar alræmdu verði breytt í H1N1-veiran í stað þess að kenna hana við svín. 29. apríl 2009 08:12 Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt. 29. apríl 2009 13:16 Grunur um svínaflensu á Íslandi ekki á rökum reistur Þau sýni sem send hafa verið til rannsóknar hér á landi vegna gruns um svínaflensu, og búið er að greina, hafa reynst neikvæð og ljóst að ekki er um flensuna að ræða í þeim tilfellum. 29. apríl 2009 12:00 Svínaflensan: Tveggja ára bandarískt barn látið Bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu nú fyrir stundu um fyrsta dauðsfall af völdum svínaflensu í Bandaríkjunum. Um er að ræða tæplega tveggja ára barn í Texas. 29. apríl 2009 10:48 Bretar panta 30 milljónir gríma Breska heilbrigðisráðuneytið hefur pantað 30 milljónir gríma til að hylja vit fólks og verja það þannig fyrir svínaflensunni sem geisar í heiminum. Sérfræðingar hafa þó bent á að grímurnar veiti litla sem enga vörn gegn veirunni sem veldur svínaflensu. 29. apríl 2009 07:26 Öllum svínum í Egyptalandi fargað Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni. 29. apríl 2009 12:44 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast skrefi nær því að lýsa yfir næst efsta viðbúnaðarstigi vegna svínaflensunnar. Það þýðir að ekkert lát er á útbreiðslu sjúkdómsins. Íslensk kona í Mexíkó, þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst, segir viðbúnað í landinu mikinn en hún sé ekki á leið heim í bráð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin er nú á viðbúnaðarstigi fjögur á sex stiga kvarða. Fari stofnunin á næst efsta stig telst það yfirlýsing um að ekkert lát virðist ætla að verða á svínaflensusmiti og til marks um að fólk utan Mexíkó hafi smitast án beinna tengsla við landið. Talsmaður stofnunarinnar segir þetta til skoðunar og stórt skref verði stigið þurfi að lýsa yfir fimmta viðbúnaðarstigi en svo hátt var ekki farið þegar fuglaflensa smitaðist milli landa fyrir nokkrum árum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir hundrað og fjórtán tilfelli svínaflensu staðfest í heiminum, þar af tuttugu og sex í Mexíkó sem er töluvert færri en þau tvö þúsund og fimm hundruð tilfelli sem heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó telja greind. Einnig segir stofnunin átta dauðsföll staðfest en ekki hundrað og sextíu. Sjö í Mexíkó og eitt í Bandaríkjunum, en tæplega tveggja ára barn sem kom til Texas með foreldrum sínum frá Mexíkó veiktist og lést. Hólmfríður Magnúsdóttir, sem búsett er í Mexíkó, segir enn mikinn viðbúnað í landinu. Hún hefur ekki mætt í vinnu síðan á mánudaginn. Hólmfríður segir fjölmarga með grímur og alla skóla lokaða. Hún á fjóra mánuði eftir í Mexíkó og hefur ekki hugleitt að koma fyrr heim.
Tengdar fréttir Bandarískir svínabændur óhressir með svínaflensu Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur bænheyrt þarlenda svínabændur og farið þess á leit við stjórnvöld að nafni svínaflensunnar alræmdu verði breytt í H1N1-veiran í stað þess að kenna hana við svín. 29. apríl 2009 08:12 Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt. 29. apríl 2009 13:16 Grunur um svínaflensu á Íslandi ekki á rökum reistur Þau sýni sem send hafa verið til rannsóknar hér á landi vegna gruns um svínaflensu, og búið er að greina, hafa reynst neikvæð og ljóst að ekki er um flensuna að ræða í þeim tilfellum. 29. apríl 2009 12:00 Svínaflensan: Tveggja ára bandarískt barn látið Bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu nú fyrir stundu um fyrsta dauðsfall af völdum svínaflensu í Bandaríkjunum. Um er að ræða tæplega tveggja ára barn í Texas. 29. apríl 2009 10:48 Bretar panta 30 milljónir gríma Breska heilbrigðisráðuneytið hefur pantað 30 milljónir gríma til að hylja vit fólks og verja það þannig fyrir svínaflensunni sem geisar í heiminum. Sérfræðingar hafa þó bent á að grímurnar veiti litla sem enga vörn gegn veirunni sem veldur svínaflensu. 29. apríl 2009 07:26 Öllum svínum í Egyptalandi fargað Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni. 29. apríl 2009 12:44 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Bandarískir svínabændur óhressir með svínaflensu Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, hefur bænheyrt þarlenda svínabændur og farið þess á leit við stjórnvöld að nafni svínaflensunnar alræmdu verði breytt í H1N1-veiran í stað þess að kenna hana við svín. 29. apríl 2009 08:12
Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt. 29. apríl 2009 13:16
Grunur um svínaflensu á Íslandi ekki á rökum reistur Þau sýni sem send hafa verið til rannsóknar hér á landi vegna gruns um svínaflensu, og búið er að greina, hafa reynst neikvæð og ljóst að ekki er um flensuna að ræða í þeim tilfellum. 29. apríl 2009 12:00
Svínaflensan: Tveggja ára bandarískt barn látið Bandarísk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu nú fyrir stundu um fyrsta dauðsfall af völdum svínaflensu í Bandaríkjunum. Um er að ræða tæplega tveggja ára barn í Texas. 29. apríl 2009 10:48
Bretar panta 30 milljónir gríma Breska heilbrigðisráðuneytið hefur pantað 30 milljónir gríma til að hylja vit fólks og verja það þannig fyrir svínaflensunni sem geisar í heiminum. Sérfræðingar hafa þó bent á að grímurnar veiti litla sem enga vörn gegn veirunni sem veldur svínaflensu. 29. apríl 2009 07:26
Öllum svínum í Egyptalandi fargað Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni. 29. apríl 2009 12:44