Fótbolti

Arnór og félagar lögðu meistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason í leik með Heerenveen.
Arnór Smárason í leik með Heerenveen. Nordic Photos / AFP
Arnór Smárason lék síaðari hálfleikinn er Heerenveen vann 3-2 sigur á Hollandsmeisturum PSV Eindhoven á útivelli í kvöld.

Heerenveen náði þar með þriggja stiga forystu á PSV en liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Heerenveen er með 48 stig, rétt eins og Ajax, en er þó tólf stigum á eftir toppliði AZ Alkmaar.

Twente er svo í öðru sæti deildarinnar með 51 stig.

Arnór kom inn á sem varamaður fyrir Norðmanninn Christian Grindheim en þá hafði PSV 2-1 forystu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en Arnór þótti eigan góðan leik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×