Enski boltinn

Vieira í viðræðum við Birmingham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. Nordic photos/Getty images

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eru nýliðar Birmingham í ensku úrvalsdeildinni ekki búnir að gefa upp alla von um að tryggja sér þjónustu miðjumannsins Patrick Vieira frá Inter.

Franski landsliðsmaðurinn á ekki fast sæti í byrjunarliði Inter og vonast því til þess að komast einhvert annað til þess að geta aukið möguleika sína á að vera valinn í franska landsliðshópinn fyrir keppni á HM 2010.

Vieira hefur verið orðaður við frönsku félögin Lyon og Paris St. Germain undanfarið en Birmingham er talið vera tilbúið að freista hins 33 ára gamla fyrrum leikmanns Arsenal með tveggja ára samningi á St. Andrews leikvanginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×