Enski boltinn

Riise orðaður við Fulham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bjorn Helge Riise.
Bjorn Helge Riise. Nordic photos/AFP

Bjorn Helge Riise, yngri bróðir John Arne Riise hjá Roma, er sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Fulham en hann er nú á mála norska félaginu Lilleström.

Forráðamenn norska félagsins viðurkenna að leikmaðurinn sé mögulega á förum frá félaginu.

„Það er alltaf þjálfarinn sem ræður en leikmaðurinn hefur mikinn metnað til þess að taka næsta skref. Það er því í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær hann fer í stærri deild," segir Torgeir Bjarmann, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lilleström.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×