Enski boltinn

Ferguson hefur aldrei séð Senegalann spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, treysti á orð Ole Gunnars Solskjær, þegar hann ákvað að kaupa Senegalann Mame Biram Diouf frá norska liðinu Molde. Ferguson hefur aldrei séð Diouf spila úr stúkunni og það þykir óvenjulegt að Skotinn kaupi leikmann án þess að vera búinn að sjá hann spila.

Ensku blöðin segja að Alex Ferguson hafi þurft að bregðast skjótt við ef hann ætlaði ekki að láta Arsene Wenger kaupa Mame Biram Diouf til Arsenal fyrir framan nefið á sér. Það var víst á áætlun Ferguson að kaupa Mame Biram Diouf til Manchester United næsta sumar.

Sir Alex Ferguson hefur að sjálfsögðu séð upptökur af leikjum með Mame Biram Diouf en það er ekki það sama og hitta leikmanninn og sjá hann spila úr stúkunni. Það má kannski búast við að Ferguson skelli sér kannski í heimsókn til Molde og sjái Mame Biram Diouf spila áður en tímabilinu lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×