Enski boltinn

Owen byrjar aftur að æfa í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen í leik með Manchester United.
Michael Owen í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Meiðsli Michael Owen eru ekki jafn alvarleg og óttast var og getur hann því byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik í dag.

Þetta staðfesti hann í samtali við enska fjölmiðla í gær en hann var tekinn snemma af velli í leik United gegn Wolfsburg í síðustu viku. Óttast var að hann yrði frá í þrjár vikur vegna nárameiðsla.

„Fyrir nokkrum árum hefði ég haldið áfram að spila og þá hefði ég örugglega tognað á nára," sagði Owen.

Owen sagði í samta viðtali ekki hafa gefið upp alla von um að komast í enska landsliðshópinn fyrir HM í Suður-Afríku næsta sumar.

„Það er markmið allra enska knattspyrnumanna að fara á HM og komast í þennan leikmannahóp," sagði Owen sem á að baki 89 landsleiki og 40 mörk með landsliðinu.

„Ég hef sex eða sjö mánuði til stefnu og mun ég reyna að standa mig eins vel og ég get með Manchester United á þeim tíma. Vonandi mun Fabio Capello fylgjast með mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×