Fótbolti

Ólafur tilkynnir landsliðið

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Mynd/E.Stefán

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir lekina gegn Hollendingum og Makedónum í undankeppni HM 2010 í næsta mánuði.

Heiðar Helguson, Brynjar Björn Gunnarsson, Birkir Már Sævarsson, Stefán Gíslason og Garðar Jóhannsson eru allir komnir inn í hópinn á ný, en Jóhann Berg Guðmundsson, Veigar Páll Gunnarsson eru á meðal þeirra sem detta út frá leiknum við Skota í vor.

Íslenska liðið mætir Hollendingum á Laugardalsvelli þann 6. júní og sækir svo Makedóníumenn heim fjórum dögum síðar.

Svona lítur hópurinn út hjá Ólafi:

Markverðir:

Arni Gautur Arason, Odd Grenland

Gunnleifur Gunnleifsson, FC Vaduz

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth

Indriði Sigurðsson, FC Lyn Oslo

Kristján Örn Sigurðsson, SK Brann

Grétar Rafn Steinsson, Bolton

Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur

Ragnar Sigurðsson, IFK Göteborg

Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E

Miðjumenn:

Brynjar Björn Gunnarsson, Reading

Stefán Gíslason, Brøndby

Emil Hallfreðsson, Reggina

Birkir Már Sævarsson, SK Brann

Aron Einar Gunnarsson, Coventry

Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk

Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg

Theodór Elmar Bjarnason, Lyn

Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts

Sóknarmenn:

Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona

Heiðar Helguson, QPR

Arnór Smárason, Herenveen

Garðar Jóhannsson, Fredrikstad






Fleiri fréttir

Sjá meira


×