Enski boltinn

Ricketts meiddur - tækifæri fyrir Grétar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson, lengst til hægri, fagnar marki í leik með Bolton.
Grétar Rafn Steinsson, lengst til hægri, fagnar marki í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Sam Ricketts, leikmaður Bolton, þurfti að draga sig úr landsliðshópi Wales í vikunni vegna meiðsla og er tæpur fyrir leik liðsins gegn Manchester United á morgun.

Ricketts kom til Bolton frá Hull nú í sumar og hefur síðan þá verið eignað sér stöðu hægri bakvarðar hjá Bolton.

Grétar Rafn Steinsson, leikmaður íslenska landsliðsins, hefur því þurft að sætta sig við að sitja á bekknum lengst af á tímabilinu. Hann hefur alls tvisvar verið í byrjunarliði Bolton á tímabilinu og einu sinni komið inn á sem varamaður.

Meiðsli Ricketts gætu hins vegar gert það að verkum að Grétar fái nú tækifæri í sinni stöðu hjá Bolton og gert tilkall til stöðu sinnar í byrjunarliðinu á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×