Íslenski boltinn

KR hefur ekki áhuga á Bjarna Ólafi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrirliði Vals.
Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrirliði Vals. Mynd/Vilhelm

Orðrómur þess efnis að landsliðsbakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson væri á leið frá Val yfir í KR á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi í dag.

„Við erum með góðan bakvörð í Diogo sem á eitt ár eftir af samningi. Við erum að vinna í því að framlengja þann samning. Bjarni Ólafur er því ekki í myndinni hjá okkur og við höfum ekkert rætt við hann," sagði Kristinn.

Kristinn sagði KR-inga hafa rætt lauslega við Helga Sigurðsson en sagði félagið ekki búast við því að hann færi til KR.

Flest benti til þess að hann myndi semja við Víking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×