Enski boltinn

Giggs vill að Scholes haldi áfram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ryan Giggs vill að félagi hans hjá Man. Utd, Paul Scholes, haldi áfram að spila með liðinu eftir þessa leiktíð. Scholes gaf það í skyn í síðustu viku að hann myndi hugsanlega leggja skóna á hilluna eftir þessa leiktíð.

Scholes, sem orðinn er 35 ára, er ekki lengur fastamaður í liði United en spilar þrátt fyrir það mikilvæga rullu hjá liðinu og var aðalmaðurinn í liði United sem skellti West Ham um helgina.

Giggs, sem er 36 ára, finnst það synd ef eins sterkur maður og Scholes fer að hætta.

„Ákvörðunin er auðvitað undir Scholesy. Þetta veltur á allt á því hvernig manni líður. Ég þekki það best sjálfur," sagði Giggs.

„Maður vill samt njóta þess að hafa mann með slíka reynslu og hæfileika eins lengi og mögulegt er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×