Fótbolti

Rijkaard orðaður bæði við Celtic og Sunderland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona.
Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona. Mynd/AFP

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, gæti verið á leiðinni í breska boltann því bæði skoska liðið Celtic og enska liðið Sunderland hafa áhuga á að gera Hollendinginn að stjóra sínum. Rijkaard hefur þó úr mörgum tilboðum að velja

Rijkaard hætti með Barcelona-liðið í lok 2007-08 tímabilsins og tók sér hvíld frá fótboltanum á þessu tímabili en síðsta ár hans með spænska liðið var mikil vonbrigði fyrir hann.

Rijkaard er reyndar mjög eftirsóttur því vitað er að tyrkneska liðið Fenerbahce hefur fundað með honum og þá er talið líklegt að hans sé efstur á lista hjá AC Milan ákveði Carlo Ancelotti að taka við Chelsea.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×