Enski boltinn

Guðjón búinn að skrifa undir nýjan samning við Crewe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson verður áfram stjóri Crewe á næsta tímabili.
Guðjón Þórðarson verður áfram stjóri Crewe á næsta tímabili. Mynd/Valli

Guðjón Þórðarson verður áfram stjóri Crewe Alexandra á næsta tímabili eins og flest allt benti til. Guðjón skrifaði undir nýjan samning í dag eftir hann fékk fulla vitneskju um hvernig málum verður háttað hjá félaginu í nánustu framtíð.

"Ég er ánægður með mína vinnu og ég nýt hennar. Í þessu starfi veit maður þó aldrei hvað gerist. Það eru aðrir sem munu ráða framtíð minni og þetta snýst bara um að ná góðum úrslitum inn á fótboltavellinum," sagði Guðjón í viðtali við staðarútvarp BBC í Stoke.

Guðjón kom til Crewe um jólin og síðan hefur liðið unnið 7 af 11 leikjum. Hann hefur komið Crewe upp úr fallsæti á stuttum tíma og er orðinn afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.

Guðjón notaði tækifærið og tjáði sig um mál Michael O'Connor sem hafði gagnrýnt hann harðlega í síðustu viku. Guðjón sendi O'Connor á láni til Lincoln eftir að hann hafði framið agabrot.

"Þetta mál hefur engin áhrif á mig. Það er samt sorglegt að sjá ungan dreng geta ekki horfa sér nær og séð hvernig hann getur bætt sig," sagði Guðjón og bætti við.

"Ég skipti mér ekki lengur af honum. Hann getur gert það sem hann vill. Hann er samt ennþá leikmaður okkar og verður því að passa sig á því hvað hann segir og gerir," sagði Guðjón.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×