Tíu lélegusta kaup sumarsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2009 17:45 Lescott vermir efsta sætið á þessum vafasama lista. Strákarnir á vefsíðunni sport.co.uk hafa tekið saman lista yfir tíu lélegustu kaupin í Evrópuboltanum í sumar. Eflaust eru ekki allir á eitt sáttir um þennan lista. Hér að neðan fer þýðing á því sem vefsíðan hafði að segja um sumarkaupin. 1. Joleon Lescott Fínn varnarmaður sem fer líklega á HM sem fjórði miðvörður. Fór samt á glórulausu verði eða 24 milljónir punda. Hefur átt nokkra þokkalega leiki en lítur ekki eins vel út og hjá Everton. Virðist einnig vera hættur að skora. 2. Kolo Toure Því miður fyrir Lescott er maðurinn í öðru sæti sá sem spilar við hlið hans hjá Man. City. Ekki endilega vond kaup því hann er traustur varnarmaður en þær 16 milljónir punda sem hann fór á eru glórulausar rétt eins og verðið á Lescott. Ekki áreiðanlegasti varnarmaður deildarinnar og er líklega búinn með sitt besta. Ekki góð fjárfesting. 3. Michael OwenStuðningsmenn Sir Alex kalla þetta örugglega góð kaup en raunsæismenn vita að Owen var búinn með sitt besta áður en Newcastle keypti hann. Hann kom frítt en launin eru há, sérstaklega ef tekið er mið af því að hann mun spila færri leiki en Gary Neville og skora færri mörk en John O´Shea. 4. Zlatan IbrahimovicÁn nokkurs vafa ein besti framherji heims. Getur verið frábær þegar hann nennir því en hann er bara einhver latasti framherji heims og þess utan oft í fýlu. Ólíkt Eto´o þá getur hann aldrei neitt í stóru leikjunum. Barca hefði betur haldið Kamerúnanum og sparað sér 40 milljónir punda. 5. Michael Brown Keyptur frá Wigan á sanngjarnt fé að margra mati. Leikmaður sem Portsmouth þarf á að halda. Það virðast samt fylgja þessum manni vandræði alls staðar og hann mun líklega gera meira neikvætt en jákvætt fyrir liðið. Átta leiki, ekkert mark, engin stoðsending og þegar rekinn einu sinni af velli. 6. Ross Turnbull Chelsea fékk lánssérfræðinginn Ross Turnbull. Á sjö árum hjá Boro var hann aðeins 27 sinnum í liðinu og var lánaður 6 sinnum frá félaginu. Það skilur enginn neitt í þessum kaupum þar sem Hilario leysir Cech frekar af en Turnbull. Hann kom þó frítt. 7. Jason ScotlandSumir stjórar elska að taka ákveðna menn með sér sama hvert þeir fara. Það kom því ekkert á óvart að Robert Martinez skildi taka Scotland með sér frá Swansea til Wigan. Martinez virðist ekki hafa áttað sig á styrkleikamuninum á efstu deildunum þvi Scotland virðist ekkert erindi eiga í efstu deild. 8. Sotirios Kyrgiakos Gríski landsliðsmaðurinn var einn af þessum "gæðamönnum" sem Benitez hefur fengið til Liverpool. Hann stendur þó varla undir þeim stimpli sem takmarkaðir leikmenn hafa þó fengið. Átti að leysa Sami Hyypia af hólmi en hefur ekki skilað sínu. Kom samt á 1,5 milljónir punda sem eru betri kaup en mörg önnur hjá Benitez. 9. Robert Huth Tony Pulis getur ekki eytt eins glórulausum peningum og Man. City en hann hefði getað gert betur með þessa peninga. Hutu hefur skorað, varist illa og slegið mann utan undir í vetur. Þetta hefur hann allt gert fyrir aðeins 5 milljónir punda. Í það minnsta var kinnhesturinn góður. 10. Jan Vennegor of Hesselink Þetta eru Michael Owen-kaup Phil Brown í sumar. Sem sagt framherji sem er kominn á aldur og enginn annar vill fá. Borga launin hans og vona að hann verði allt í einu góður aftur. Hesselink hefði betur hengt bara upp skóna. Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Strákarnir á vefsíðunni sport.co.uk hafa tekið saman lista yfir tíu lélegustu kaupin í Evrópuboltanum í sumar. Eflaust eru ekki allir á eitt sáttir um þennan lista. Hér að neðan fer þýðing á því sem vefsíðan hafði að segja um sumarkaupin. 1. Joleon Lescott Fínn varnarmaður sem fer líklega á HM sem fjórði miðvörður. Fór samt á glórulausu verði eða 24 milljónir punda. Hefur átt nokkra þokkalega leiki en lítur ekki eins vel út og hjá Everton. Virðist einnig vera hættur að skora. 2. Kolo Toure Því miður fyrir Lescott er maðurinn í öðru sæti sá sem spilar við hlið hans hjá Man. City. Ekki endilega vond kaup því hann er traustur varnarmaður en þær 16 milljónir punda sem hann fór á eru glórulausar rétt eins og verðið á Lescott. Ekki áreiðanlegasti varnarmaður deildarinnar og er líklega búinn með sitt besta. Ekki góð fjárfesting. 3. Michael OwenStuðningsmenn Sir Alex kalla þetta örugglega góð kaup en raunsæismenn vita að Owen var búinn með sitt besta áður en Newcastle keypti hann. Hann kom frítt en launin eru há, sérstaklega ef tekið er mið af því að hann mun spila færri leiki en Gary Neville og skora færri mörk en John O´Shea. 4. Zlatan IbrahimovicÁn nokkurs vafa ein besti framherji heims. Getur verið frábær þegar hann nennir því en hann er bara einhver latasti framherji heims og þess utan oft í fýlu. Ólíkt Eto´o þá getur hann aldrei neitt í stóru leikjunum. Barca hefði betur haldið Kamerúnanum og sparað sér 40 milljónir punda. 5. Michael Brown Keyptur frá Wigan á sanngjarnt fé að margra mati. Leikmaður sem Portsmouth þarf á að halda. Það virðast samt fylgja þessum manni vandræði alls staðar og hann mun líklega gera meira neikvætt en jákvætt fyrir liðið. Átta leiki, ekkert mark, engin stoðsending og þegar rekinn einu sinni af velli. 6. Ross Turnbull Chelsea fékk lánssérfræðinginn Ross Turnbull. Á sjö árum hjá Boro var hann aðeins 27 sinnum í liðinu og var lánaður 6 sinnum frá félaginu. Það skilur enginn neitt í þessum kaupum þar sem Hilario leysir Cech frekar af en Turnbull. Hann kom þó frítt. 7. Jason ScotlandSumir stjórar elska að taka ákveðna menn með sér sama hvert þeir fara. Það kom því ekkert á óvart að Robert Martinez skildi taka Scotland með sér frá Swansea til Wigan. Martinez virðist ekki hafa áttað sig á styrkleikamuninum á efstu deildunum þvi Scotland virðist ekkert erindi eiga í efstu deild. 8. Sotirios Kyrgiakos Gríski landsliðsmaðurinn var einn af þessum "gæðamönnum" sem Benitez hefur fengið til Liverpool. Hann stendur þó varla undir þeim stimpli sem takmarkaðir leikmenn hafa þó fengið. Átti að leysa Sami Hyypia af hólmi en hefur ekki skilað sínu. Kom samt á 1,5 milljónir punda sem eru betri kaup en mörg önnur hjá Benitez. 9. Robert Huth Tony Pulis getur ekki eytt eins glórulausum peningum og Man. City en hann hefði getað gert betur með þessa peninga. Hutu hefur skorað, varist illa og slegið mann utan undir í vetur. Þetta hefur hann allt gert fyrir aðeins 5 milljónir punda. Í það minnsta var kinnhesturinn góður. 10. Jan Vennegor of Hesselink Þetta eru Michael Owen-kaup Phil Brown í sumar. Sem sagt framherji sem er kominn á aldur og enginn annar vill fá. Borga launin hans og vona að hann verði allt í einu góður aftur. Hesselink hefði betur hengt bara upp skóna.
Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira