Tíu lélegusta kaup sumarsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2009 17:45 Lescott vermir efsta sætið á þessum vafasama lista. Strákarnir á vefsíðunni sport.co.uk hafa tekið saman lista yfir tíu lélegustu kaupin í Evrópuboltanum í sumar. Eflaust eru ekki allir á eitt sáttir um þennan lista. Hér að neðan fer þýðing á því sem vefsíðan hafði að segja um sumarkaupin. 1. Joleon Lescott Fínn varnarmaður sem fer líklega á HM sem fjórði miðvörður. Fór samt á glórulausu verði eða 24 milljónir punda. Hefur átt nokkra þokkalega leiki en lítur ekki eins vel út og hjá Everton. Virðist einnig vera hættur að skora. 2. Kolo Toure Því miður fyrir Lescott er maðurinn í öðru sæti sá sem spilar við hlið hans hjá Man. City. Ekki endilega vond kaup því hann er traustur varnarmaður en þær 16 milljónir punda sem hann fór á eru glórulausar rétt eins og verðið á Lescott. Ekki áreiðanlegasti varnarmaður deildarinnar og er líklega búinn með sitt besta. Ekki góð fjárfesting. 3. Michael OwenStuðningsmenn Sir Alex kalla þetta örugglega góð kaup en raunsæismenn vita að Owen var búinn með sitt besta áður en Newcastle keypti hann. Hann kom frítt en launin eru há, sérstaklega ef tekið er mið af því að hann mun spila færri leiki en Gary Neville og skora færri mörk en John O´Shea. 4. Zlatan IbrahimovicÁn nokkurs vafa ein besti framherji heims. Getur verið frábær þegar hann nennir því en hann er bara einhver latasti framherji heims og þess utan oft í fýlu. Ólíkt Eto´o þá getur hann aldrei neitt í stóru leikjunum. Barca hefði betur haldið Kamerúnanum og sparað sér 40 milljónir punda. 5. Michael Brown Keyptur frá Wigan á sanngjarnt fé að margra mati. Leikmaður sem Portsmouth þarf á að halda. Það virðast samt fylgja þessum manni vandræði alls staðar og hann mun líklega gera meira neikvætt en jákvætt fyrir liðið. Átta leiki, ekkert mark, engin stoðsending og þegar rekinn einu sinni af velli. 6. Ross Turnbull Chelsea fékk lánssérfræðinginn Ross Turnbull. Á sjö árum hjá Boro var hann aðeins 27 sinnum í liðinu og var lánaður 6 sinnum frá félaginu. Það skilur enginn neitt í þessum kaupum þar sem Hilario leysir Cech frekar af en Turnbull. Hann kom þó frítt. 7. Jason ScotlandSumir stjórar elska að taka ákveðna menn með sér sama hvert þeir fara. Það kom því ekkert á óvart að Robert Martinez skildi taka Scotland með sér frá Swansea til Wigan. Martinez virðist ekki hafa áttað sig á styrkleikamuninum á efstu deildunum þvi Scotland virðist ekkert erindi eiga í efstu deild. 8. Sotirios Kyrgiakos Gríski landsliðsmaðurinn var einn af þessum "gæðamönnum" sem Benitez hefur fengið til Liverpool. Hann stendur þó varla undir þeim stimpli sem takmarkaðir leikmenn hafa þó fengið. Átti að leysa Sami Hyypia af hólmi en hefur ekki skilað sínu. Kom samt á 1,5 milljónir punda sem eru betri kaup en mörg önnur hjá Benitez. 9. Robert Huth Tony Pulis getur ekki eytt eins glórulausum peningum og Man. City en hann hefði getað gert betur með þessa peninga. Hutu hefur skorað, varist illa og slegið mann utan undir í vetur. Þetta hefur hann allt gert fyrir aðeins 5 milljónir punda. Í það minnsta var kinnhesturinn góður. 10. Jan Vennegor of Hesselink Þetta eru Michael Owen-kaup Phil Brown í sumar. Sem sagt framherji sem er kominn á aldur og enginn annar vill fá. Borga launin hans og vona að hann verði allt í einu góður aftur. Hesselink hefði betur hengt bara upp skóna. Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sjá meira
Strákarnir á vefsíðunni sport.co.uk hafa tekið saman lista yfir tíu lélegustu kaupin í Evrópuboltanum í sumar. Eflaust eru ekki allir á eitt sáttir um þennan lista. Hér að neðan fer þýðing á því sem vefsíðan hafði að segja um sumarkaupin. 1. Joleon Lescott Fínn varnarmaður sem fer líklega á HM sem fjórði miðvörður. Fór samt á glórulausu verði eða 24 milljónir punda. Hefur átt nokkra þokkalega leiki en lítur ekki eins vel út og hjá Everton. Virðist einnig vera hættur að skora. 2. Kolo Toure Því miður fyrir Lescott er maðurinn í öðru sæti sá sem spilar við hlið hans hjá Man. City. Ekki endilega vond kaup því hann er traustur varnarmaður en þær 16 milljónir punda sem hann fór á eru glórulausar rétt eins og verðið á Lescott. Ekki áreiðanlegasti varnarmaður deildarinnar og er líklega búinn með sitt besta. Ekki góð fjárfesting. 3. Michael OwenStuðningsmenn Sir Alex kalla þetta örugglega góð kaup en raunsæismenn vita að Owen var búinn með sitt besta áður en Newcastle keypti hann. Hann kom frítt en launin eru há, sérstaklega ef tekið er mið af því að hann mun spila færri leiki en Gary Neville og skora færri mörk en John O´Shea. 4. Zlatan IbrahimovicÁn nokkurs vafa ein besti framherji heims. Getur verið frábær þegar hann nennir því en hann er bara einhver latasti framherji heims og þess utan oft í fýlu. Ólíkt Eto´o þá getur hann aldrei neitt í stóru leikjunum. Barca hefði betur haldið Kamerúnanum og sparað sér 40 milljónir punda. 5. Michael Brown Keyptur frá Wigan á sanngjarnt fé að margra mati. Leikmaður sem Portsmouth þarf á að halda. Það virðast samt fylgja þessum manni vandræði alls staðar og hann mun líklega gera meira neikvætt en jákvætt fyrir liðið. Átta leiki, ekkert mark, engin stoðsending og þegar rekinn einu sinni af velli. 6. Ross Turnbull Chelsea fékk lánssérfræðinginn Ross Turnbull. Á sjö árum hjá Boro var hann aðeins 27 sinnum í liðinu og var lánaður 6 sinnum frá félaginu. Það skilur enginn neitt í þessum kaupum þar sem Hilario leysir Cech frekar af en Turnbull. Hann kom þó frítt. 7. Jason ScotlandSumir stjórar elska að taka ákveðna menn með sér sama hvert þeir fara. Það kom því ekkert á óvart að Robert Martinez skildi taka Scotland með sér frá Swansea til Wigan. Martinez virðist ekki hafa áttað sig á styrkleikamuninum á efstu deildunum þvi Scotland virðist ekkert erindi eiga í efstu deild. 8. Sotirios Kyrgiakos Gríski landsliðsmaðurinn var einn af þessum "gæðamönnum" sem Benitez hefur fengið til Liverpool. Hann stendur þó varla undir þeim stimpli sem takmarkaðir leikmenn hafa þó fengið. Átti að leysa Sami Hyypia af hólmi en hefur ekki skilað sínu. Kom samt á 1,5 milljónir punda sem eru betri kaup en mörg önnur hjá Benitez. 9. Robert Huth Tony Pulis getur ekki eytt eins glórulausum peningum og Man. City en hann hefði getað gert betur með þessa peninga. Hutu hefur skorað, varist illa og slegið mann utan undir í vetur. Þetta hefur hann allt gert fyrir aðeins 5 milljónir punda. Í það minnsta var kinnhesturinn góður. 10. Jan Vennegor of Hesselink Þetta eru Michael Owen-kaup Phil Brown í sumar. Sem sagt framherji sem er kominn á aldur og enginn annar vill fá. Borga launin hans og vona að hann verði allt í einu góður aftur. Hesselink hefði betur hengt bara upp skóna.
Fótbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sjá meira