Lífið

Verzló sigrar ME í Morfís

Egill Ásbjarnarson skrifar
Stefán Óli Jónsson meðmælandi Verzlunarskólans.
Stefán Óli Jónsson meðmælandi Verzlunarskólans.
Verzlunarskóli Íslands tók á móti Menntaskólanum á Egilsstöðum Föstudaginn 20. nóvember í sextán liða úrslitum Morfís. Keppnin fór fram í Bláa sal Verzlunarskólans og var vel mætt frá báðum skólum, þó sérstaklega ME og ljóst er að áhuginn á Morfís fyrir austan er að aukast.

Umræðuefni kvöldsins var Aljþjóðavæðing, lið Verzlunarskóalns studdi tillöguna en lið Egilsstaða var á móti. Eftir nokkuð skemmtilega keppni steig svo oddadómari keppninnar, Birkir Blær Ingólfsson, í pontu og tilkynnti 672 stiga sigur Verzlunarskólans.

Ræðumaður kvöldsins var svo stuðningsmaður Verzlunarskólans, hún Eva Fanney Ólafsdóttir. Lið Verzlunarskólans er því komið í átta liða úrlsit keppninnar en lið ME kemur vonandi fíleflt að ári.

Myndband af keppninni má sjá hér.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa Verzló fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×