Fótbolti

Serbía og Úkraína með sigra

Elvar Geir Magnússon skrifar
Danko Lazović, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði annað marka Serbíu.
Danko Lazović, leikmaður PSV Eindhoven, skoraði annað marka Serbíu.

Nokkrir vináttulandsleikir fara fram í kvöld. Þar ber hæstur leikur Brasilíu og Ítalíu en hann verður flautaður á klukkan 19:45. Tveimur leikjum er lokið en í báðum tilfellum unnust útisigrar.

Serbía vann 2-0 sigur í Kýpur. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik en sigur Serba var aldrei í hættu. Þeir Milan Jovanović og Danko Lazović skoruðu mörkin.

Artem Milevskiy skoraði sigurmark Úkraínu sem vann 3-2 útisigur á Slóvakíu. Markið kom úr vítaspyrnu. Valyaev og Seleznyov skoruðu hin mörk Úkraínu en Marek Hamsik og Vittek skoruðu mörk Slóvaka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×