Enski boltinn

Crouch hafnaði Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Crouch.
Peter Crouch.

Sóknarmaðurinn Peter Crouch er ekki á leið til Sunderland en hann var ekki tilbúinn að yfirgefa suðurströnd Englands. Sunderland hafði komist að samkomulagi við Portsmouth um kaupverðið á Crouch.

„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem Peter var ofarlega á óskalistanum," sagði Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland. „Ástæðan fyrir því að við fáum hann ekki er landfræðileg, það er eitthvað sem við ráðum ekki við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×