Enski boltinn

Aðgerð Arteta heppnaðist vel

NordicPhotos/GettyImages

Spænski miðjumaðurinn Mikel Arteta hefur gengist undir vel heppnaða aðgerð á hné í heimalandi sínu að sögn lækna Everton.

Arteta fór í aðgerðina í gær eftir að hafa skaddað krossbönd í hné í leik gegn Newcastle í síðasta mánuði.

Talið er að miðjumaðurinn verði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og er það mikið áfall fyrir Everton að missa þennan snjalla leikmann á lokasprettinum í úrvalsdeildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×