Enski boltinn

Aquilani: Ég er ekki Alonso

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alberto Aquilani.
Alberto Aquilani.

Ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani vill alls ekki láta bera sig saman við Xabi Alonso þó svo hann hafi verið keyptur til að fylla skarð Spánverjans hjá Liverpool.

„Alonso var mjög mikilvægur leikmaður hjá þessu félagi. Ég er samt ekki fullkominn staðgengill enda ekki eins leikmaður og hann. Ég hef annan stíl og hreyfi mig meira á vellinum en hann gerði," sagði Aquilani.

Hann mun missa af byrjun tímabilsins vegna meiðsla og býst Liverpool ekki við honum á vellinum fyrr en í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×