Enski boltinn

Gylfi skoraði í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Reading.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Reading. Mynd/Heimasíða Reading

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði síðara mark Reading sem tapaði fyrir Crystal Palace á heimavellí, 4-2, í ensku B-deildinni í kvöld.

Gylfi kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og skoraði markið svo tólf mínútum síðar.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var tekinn af velli í hálfleik.

Þá lék Kári Árnason allan leikinn fyrir Plymouth sem tapaði fyrir Sheffield United á heimavelli, 1-0, í sömu deild.

Reading er í nítjánda sæti af 24 liðum í deildinni með 20 stig en Plymouth er í því 23. með fimmtán stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×