Enski boltinn

Ronaldo: Ítölsku stelpurnar eru heitastar

Nordic Photos/Getty Images

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist ekki útiloka að spila á Ítalíu einn daginn í viðtali við Tuttosport.

"Mun ég spila á Ítalíu? Maður á aldrei að segja aldrei. Mér finnst gaman að ferðast til Ítalíu því þar eru fallegustu og kynþokkafyllstu stúlkur í heimi. Að öllu gamni slepptu, dáist ég að knattspyrnunni á Ítalíu. Ítalir eru heimsmeistarar og ég hef mest dálæti á Alessandro del Piero. Hann er einstakur leimkaður og mikill atvinnumaður," sagði Ronaldo í samtali við Tuttosport.

Hann viðurkennir að hafa verið í sigtinu hjá Inter áður en hann fór til Manchester United.

"Já, ég var nálægt því að fara til Inter en Arsenal og Juventus höfðu líka áhuga á mig að fara. Útsendari Inter kom og fylgdist með mér í Lissabon en umboðsmaður minn sagði mér að Alex Ferguson vildi fá mig, sama hvað það kostaði," sagði Ronaldo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×