Lífið

Næturvaktin endurgerð í Bandaríkjunum

Bandarískt framleiðslufyrirtæki, Reveille Production, hefur keypt réttinn af Næturvaktinni og hyggst framleiða útgáfu af þáttunum fyrir bandarískan markað. Fyrirtækið framleiðir hina geysivinsælu Office-þætti.

Þetta kemur fram í frétt Hollywood Reporter en þar eru þættirnir um þá Ólaf Ragnar, Georg og Daníel sagðir vera ein best heppnaða gamanþáttaröð sem sýnd hefur verið í íslensku sjónvarpi.

Reveille Production hefur framleitt fjölda vinsælla gamanþáttaraða, en þar á meðal er bandaríska útgáfan af Office og þættirnir Ugly Betty.

Framleiðslustjórinn Howard Owens segir fyrirtækið afar áhugasamt eftir vinsældir Office-þáttanna um að gera aðra þáttaröð sem gerist á vinnustað. Owens segir kaldhæðni einkenna Næturvaktina sem forsvarsmenn framleiðslufyrirtækisins viti að muni fá góðan hljómgrunn í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×