Georg of ljótur fyrir Bandaríkjamenn Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2009 18:55 Framleiðslufyrirtæki í Hollywood hefur tryggt sér réttinn á að endurgera íslensku gamanseríuna Næturvaktina. Ragnar Bragason leikstjóri heldur að það verði erfitt að finna amerískan Georg Bjarnfreðarson. Þáttaröðin Næturvaktin um þá Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék, Ólaf Ragnar, sem Pétur Jóhann Sigfússon túlkaði, og Daníel, sem Jörundur Ragnarsson lék, sló í gegn á Stöð tvö haustið 2007. Dagvaktin var ekki síður vinsæl í fyrrahaust og tökum á Fangavaktinni lauk í dag en sú sería verður á Stöð tvö í haust. Í næstu viku hefjast tökur á kvikmyndinni Bjarnferðarson sem sýnd verður í kvikmyndahúsum um jólin. Framleiðslufyrirtækið Reveille í Hollywood hefur nú keypt tímabundið réttinn til að endurgera Næturvaktina fyrir bandarískan markað. Fyrirtækið hefur framleitt þætti á borð við Ljótu Betty og bandarísku útgáfu Office grínþáttanna bresku. Ragnar Bragason, leikstjóri Næturvaktarinnar, segir ekki öruggt að nýir þættir verði framleiddir en um stórt framleiðslufyrirtæki sé að ræða sem hafi gert margt gott. Kannski sjái einhver bandarísk sjónvarpsstöð ljósið og vilji að þeir geri fyrir þá sína útgáfu af Georg, Daníel og Ólafi Ragnari. Ragnar á ekki von á að hann komin nálægt nýrri Næturvakt en bandarískir framleiðendur vilji örugglega gera sína amerísku útgáfu af þáttunum. Hann reyni hins vegar að fylgjast með og fá að vera með í ráðum. Ragnar vill sjá grínleikarann Ben Stiller sem Ólaf Ragnar en segir erfiðara að ráða leikara í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. Hann efist um að hægt sé að finna betri leikara en Jón Gnarr í það hlutverk. Bandarísku framleiðendurnir myndu án efa vilja sýna mildari útgáfu af persónunni en Georg sé of ljót persóna fyrir ameríska sjónvarpsáhorfendur. Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki í Hollywood hefur tryggt sér réttinn á að endurgera íslensku gamanseríuna Næturvaktina. Ragnar Bragason leikstjóri heldur að það verði erfitt að finna amerískan Georg Bjarnfreðarson. Þáttaröðin Næturvaktin um þá Georg Bjarnfreðarson, sem Jón Gnarr lék, Ólaf Ragnar, sem Pétur Jóhann Sigfússon túlkaði, og Daníel, sem Jörundur Ragnarsson lék, sló í gegn á Stöð tvö haustið 2007. Dagvaktin var ekki síður vinsæl í fyrrahaust og tökum á Fangavaktinni lauk í dag en sú sería verður á Stöð tvö í haust. Í næstu viku hefjast tökur á kvikmyndinni Bjarnferðarson sem sýnd verður í kvikmyndahúsum um jólin. Framleiðslufyrirtækið Reveille í Hollywood hefur nú keypt tímabundið réttinn til að endurgera Næturvaktina fyrir bandarískan markað. Fyrirtækið hefur framleitt þætti á borð við Ljótu Betty og bandarísku útgáfu Office grínþáttanna bresku. Ragnar Bragason, leikstjóri Næturvaktarinnar, segir ekki öruggt að nýir þættir verði framleiddir en um stórt framleiðslufyrirtæki sé að ræða sem hafi gert margt gott. Kannski sjái einhver bandarísk sjónvarpsstöð ljósið og vilji að þeir geri fyrir þá sína útgáfu af Georg, Daníel og Ólafi Ragnari. Ragnar á ekki von á að hann komin nálægt nýrri Næturvakt en bandarískir framleiðendur vilji örugglega gera sína amerísku útgáfu af þáttunum. Hann reyni hins vegar að fylgjast með og fá að vera með í ráðum. Ragnar vill sjá grínleikarann Ben Stiller sem Ólaf Ragnar en segir erfiðara að ráða leikara í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar. Hann efist um að hægt sé að finna betri leikara en Jón Gnarr í það hlutverk. Bandarísku framleiðendurnir myndu án efa vilja sýna mildari útgáfu af persónunni en Georg sé of ljót persóna fyrir ameríska sjónvarpsáhorfendur.
Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira