Enski boltinn

80 mínútum frá Evrópumetinu

Van der Sar þurfti loks að sjá á eftir boltanum rúlla í netið hjá sér í kvöld
Van der Sar þurfti loks að sjá á eftir boltanum rúlla í netið hjá sér í kvöld AFP
Markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United fékk loksins á sig mark í kvöld þegar liðið sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni.

Sjaldséð mistök frá Hollendingnum gerðu það að verkum að hann fékk á sig mark strax á níundu mínútu leiksins eftir að hafa haldið marki sínu hreinu í 1311 mínútur í úrvalsdeildinni.

Enginn markvörður á Bretlandseyjum hefur haldið marki sínu hreinu jafn lengi í deildarkeppni og Van der Sar, en hann var um 80 mínútum frá því að jafna Evrópumet Danny Verlinden hjá Club Brugge frá vorinu 1990.

Árangur Van der Sar er sá sjötti besti hjá markverði í sögunni samkvæmt bókhaldi FIFA.

Manchester United hefði að sama skapi sett met í efstu deild á Englandi ef liðinu hefði tekist að halda hreinu gegn Newcastle í kvöld, en liðið hafði ekki fengið á sig mark á útivelli í sjö leikjum í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×