Enski boltinn

Neill í viðræðum við Sunderland

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lucas Neill.
Lucas Neill. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Ástralinn Lucas Neill í viðræðum við Sunderland en leikmaðurinn er samningslaus hjá West Ham.

Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að varnarmaðurinn væri samt líklegastur til þess að semja við West Ham að nýju þrátt fyrir að Lundúnafélagið hafi ekki verið tilbúið að bjóða honum nema brot af þeim svimandi háu launum sem Eggert Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður West Ham, bauð honum á sínum tíma.

Nú virðist staðan hins vegar vera önnur og flest sem bendir til þess að þessi fyrrum varnarmaður Blackburn sé á leiðinni til Steve Bruce og félaga í Sunderland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×