Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 08:02 Arnar Gunnlaugsson er á því að leikmenn Liverpool séu enn að vinna úr áfallinu að missa liðsfélaga sinn í bílslysi. EPA/Jakub Kaczmarczyk/VINCE MIGNOTT Allir keppast nú við að gagnrýna Liverpool eftir þrjá tapleiki í röð en íslenski landsliðsþjálfarinn segir að leikmenn liðsins séu enn að vinna sig út úr áfalli sumarsins. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kom leikmönnum Liverpool til varnar í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í gær þar sem fjallað var um síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir menn of fljótir að gleyma áhrifunum frá fráfalli Diogo Jota. Liverpool tapaði þriðja leiknum í röð á móti Chelsea á laugardaginn og það má nú heyra harða gagnrýni á Englandsmeistarana úr öllum áttum. Liverpool vann marga leiki á dramatískan hátt í upphafi tímabils en í síðustu tveimur deildarleikjum hefur liðið fengið á sig sigurmark á síðustu sekúndunum. Frammistaða liðsins hefur ekki þótt merkileg í augum margra sérfræðinga. „Það sem við, sem erum að gagnrýna liðið, erum ekki mikið að tala um, það er þetta fráfall hjá Jota. Það er svaka áfall fyrir klúbbinn og leikmennina,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Þegar þeir tapa leikjum þá segjum við bara: Þeir eru bara lélegir. Við gleymum alltaf þessum mannlega þætti. Ég vil meina það, margir örugglega líka og þeir líka. Þetta hefur miklu meiri áhrif en að segja það,“ sagði Arnar. Sigurbjörn Hreiðarsson, hinn sérfræðingur Sunnudagsmessunnar, tók undir þetta. „Þú vinnur kannski einhverja leiki en svo byrjar þessi taphrina þar sem þú þarft að vinna þig upp. Þú þarfa mórallinn og liðsandinn að koma inn og þá gæti þetta tikkað inn,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá þá ræða þetta hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlagsson ræðir Liverpool og mannlega þáttinn Enski boltinn Messan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kom leikmönnum Liverpool til varnar í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í gær þar sem fjallað var um síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir menn of fljótir að gleyma áhrifunum frá fráfalli Diogo Jota. Liverpool tapaði þriðja leiknum í röð á móti Chelsea á laugardaginn og það má nú heyra harða gagnrýni á Englandsmeistarana úr öllum áttum. Liverpool vann marga leiki á dramatískan hátt í upphafi tímabils en í síðustu tveimur deildarleikjum hefur liðið fengið á sig sigurmark á síðustu sekúndunum. Frammistaða liðsins hefur ekki þótt merkileg í augum margra sérfræðinga. „Það sem við, sem erum að gagnrýna liðið, erum ekki mikið að tala um, það er þetta fráfall hjá Jota. Það er svaka áfall fyrir klúbbinn og leikmennina,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Þegar þeir tapa leikjum þá segjum við bara: Þeir eru bara lélegir. Við gleymum alltaf þessum mannlega þætti. Ég vil meina það, margir örugglega líka og þeir líka. Þetta hefur miklu meiri áhrif en að segja það,“ sagði Arnar. Sigurbjörn Hreiðarsson, hinn sérfræðingur Sunnudagsmessunnar, tók undir þetta. „Þú vinnur kannski einhverja leiki en svo byrjar þessi taphrina þar sem þú þarft að vinna þig upp. Þú þarfa mórallinn og liðsandinn að koma inn og þá gæti þetta tikkað inn,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá þá ræða þetta hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Gunnlagsson ræðir Liverpool og mannlega þáttinn
Enski boltinn Messan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira