Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 12:01 Hér má sjá lið Frakka sem mætti Aserum á föstudaginn var. Sterka pósta vantar í liðið í kvöld. Xavier Laine/Getty Images Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace) Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Mbappé glímir við meiðsli á hægri ökkla og hélt hann til Madrídar eftir að hafa skorað eitt marka Frakka í 3-0 sigri á Aserbaídsjan á föstudagskvöldið var. Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, meiddist einnig í þeim leik og fór til Bítlaborgarinnar. Mbappé og Konaté réðu úrslitum þegar Ísland mætti Frökkum í París í síðasta mánuði. Mbappé skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Frakka og Konaté fiskaði aukaspyrnu á Andra Lucas Guðjohnsen sem skoraði jöfnunarmark fyrir Ísland á 88. mínútu en það mark var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Adrien Rabiot tók þá ekki þátt í æfingu franska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Didier Deschamps, þjálfari Frakka, sagði það vera varúðarráðstöfun og útilokar ekki þátttöku hans í kvöld. Rabiot skoraði eitt marka Frakka á föstudaginn var. Eduardo Camavinga gæti tekið sæti Rabiot á miðju Frakka og þá er búist við því að Jean-Phillippe Mateta byrji sem fremsti maður í stað Mbappé, á kostnað Hugo Ekitiké, framherja Liverpool, sem sitji á bekknum. Florian Thauvin skoraði einnig á föstudaginn var en sá er í franska liðinu í fyrsta sinn í nokkur ár. L'Equipé spáir því að Thauvin byrji fyrir aftan fremsta mann og þeir Michael Olise og Christopher Nkunku verði á köntunum. Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan. L'Equipé spáir því að Deschamps stilli upp eftirfarandi liði í kvöld: Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Líklegt byrjunarlið Frakklands Markvörður: Mike Maignan (AC Milan) Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona) Miðvörður: William Saliba (Arsenal) Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen) Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa) Miðjumaður: Manu Koné (Roma) Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid) eða Adrien Rabiot (AC Milan) Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen) Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens) Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan) Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira