Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 07:30 Steven Gerrard hefur sína skýringu af hverju hlutirnir gengu aldrei upp hjá ensku gullkynslóðinni. Getty/Richard Sellers Steven Gerrard segir að andrúmsloftið og slæm liðsheild innan enska landsliðsins hafi átt mikinn þátt í því að ekkert gekk hjá enska liðinu þrátt fyrir að það væri uppfullt af frábærum leikmönnum. Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard. Enski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Gerrard var einn af lykilmönnum þessa liðs en hann lék 114 landsleiki og spilaði á sex stórmótum sem hluti af svokallaðri „gullkynslóð“ Englands. Liðið komst hins vegar aldrei í undanúrslit á þessum tíma. Hefði átt að gana með Lampard og Scholes Fyrrverandi fyrirliði Liverpool er harður á því að landsliðsþjálfari Englands hefði átt að geta látið hann spila með Frank Lampard úr Chelsea og Paul Scholes úr Manchester United á miðjunni með góðum árangri. Gerrard segir að leikmenn á þessum tíma hafi verið óviljugir til að blanda geði við liðsfélaga sem spiluðu fyrir erkifjendur. „Við vorum allir sjálfhverfir lúserar,“ sagði Gerrard í hlaðvarpsþættinum Rio Ferdinand Presents. Breska ríkisútvarpið segir frá. Steven Gerrard varð knattspyrnustjóri eftir að hann hætti að spila.Getty/Robbie Jay Barratt „Ég horfi á sjónvarpið núna og sé Jamie Carragher sitja við hliðina á Paul Scholes og þeir líta út fyrir að hafa verið bestu vinir í 20 ár,“ sagði Gerrard. „Ég sé samband Carraghers við Gary Neville og þeir líta út fyrir að hafa verið vinir í tuttugu ár. Ég er líklega nánari og vinalegri við þig [Rio Ferdinand] núna en ég var nokkru sinni þegar ég spilaði með þér í 15 ár [fyrir England],“ sagði Gerrard. Var það egóið? „Af hverju náðum við ekki saman þegar við vorum 20, 21, 22 eða 23 ára? Var það egóið? Var það samkeppnin?“ spyr Gerrard en svarar strax sjálfur. „Þetta var vegna menningarinnar innan enska landsliðsins. Við vorum ekki vinalegir eða tengdir. Við vorum ekki lið. Við urðum aldrei á neinu stigi að alvöru góðu, sterku liði,“ sagði Gerrard sem lék fyrir England í fjórtán ár undir stjórn fimm fastráðinna þjálfara, frá Kevin Keegan til Roy Hodgson á HM 2014. Hann er á því að enginn landsliðsþjálfari hafi náð að skapa rétta menningu í kringum hópinn. Fannst ég ekki vera hluti af liði „Ég elskaði leikina. Ég elskaði að spila fyrir England. Ég var virkilega stoltur. Mér fannst æfingarnar skemmtilegar en þær voru 90 mínútur á dag. Og svo var ég bara einn. Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum í enska landsliðinu,“ sagði Gerrard. „Mér fannst það ekki með Liverpool. Það voru bestu dagar lífs míns. Mér fannst starfsfólkið hugsa um mig, eins og mér þætti ég sérstakur. Mér fannst ég ekki geta beðið eftir að komast þangað. Með Englandi vildi ég bara leikina og æfingarnar og svo komast í burtu,“ sagði Gerrard.
Enski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira