Fótbolti

Burley áfram landsliðsþjálfari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
George Burley.
George Burley. Nordic Photos / Getty Images

Skoska knattspyrnusambandið hefur staðfest að George Burley verður áfram landsliðsþjálfari Skota þrátt fyrir að liðinu tókst ekki að komast í umspil um sæti á HM.

Burley er samningsbundinn Skotum til 2012 en staða hans var tekin til endurskoðunar eftir að þátttöku Skota í undankeppninni lauk.

„Okkur fannst vera ýmislegt jákvætt í gangi í undankeppninni þrátt fyrir að við komumst ekki áfram," sagði George Peat, formaður skoska sambandsins. „Við höfum trú á þjálfaranum og leikmönnunum. George nýtur trausts sambandsins."

Skotar hlutu tíu stig í undankeppni HM 2010. Liðið vann tvo leiki (gegn Íslandi og Makedóníu) og gerði eitt jafntefli (gegn Noregi) á heimavelli og vann svo Ísland á Laugardalsvellinum.




Tengdar fréttir

Búist við því að Burley haldi starfi sínu

Enskir fjölmiðlar telja líklegt að George Burley muni halda starfi sínu sem landsliðsþjálfari Skota þó svo að liðinu mistókst að komast í umspilskeppni um sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×