Fótbolti

Skotland og Wales ætla ekki að sækja um að halda EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn skoska landsliðsins í París þar sem líklegast þykir að EM 2016 fari fram.
Stuðningsmenn skoska landsliðsins í París þar sem líklegast þykir að EM 2016 fari fram. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusambönd Skotlands og Wales hafa fallið frá áætlunum sínum um að senda inn umsókn til Knattspyrnusambands Evrópu um að halda EM árið 2016.

Ástæðan er efnahagskreppan sem nú ríkir en mikill kostnaður fylgir því að halda svo stóra keppni, ekki síst við endurbætur á þeim leikvöngum þar sem leikir eiga að fara fram.

Umsóknarfresturinn rennur út þann 9. mars næstkomandi en aðeins Frakkar hafa sent inn umsókn til þessa.

Mótið árið 2016 verður stærra en nokkru sinni fyrr þar sem þátttökuþjóðirnar verða 24 en ekki sextán eins verður í Póllandi og Úkraínu árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×