Enski boltinn

Fulham reynir að lokka John Arne Riise til félagsins

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bræðurnir John Arne Riise og Bjorn Helge Riise.
Bræðurnir John Arne Riise og Bjorn Helge Riise. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Express er knattspyrnustjórinn Roy Hodgson hjá Fulham tilbúinn að reiða fram 3 milljónir punda til þess að fá John Arne Riise til félagsins frá Roma.

Ítalska félagið á í miklum fjárhagsörðugleikum og norski landsliðsmaðurinn hefur gefið í skyn að hann væri reiðubúinn að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Bjorn Helge Riise, yngri bróðir John Arne, er fyrir hjá Fulham og Hodgson vonast því til að geta lokkað John Arne til félagsins en bræðurnir hafa leikið oft saman með norska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×