Enski boltinn

Hótel Manchester United sprengt upp - hætt við að fara til Indónesíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki leynt vonbrigðum sínum.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/AFP

Manchester United er hætt við að fara til Indónesíu í Asíuferð sinni eftir sprengjuárás á hótelið sem leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins áttu að gista á í Jakarta. United var búið að panta fjölda herbergja á Ritz-Carlton hótelinu aðfaranótt sunnudags og mánudags.

Manchester United hefur jafnframt tjáð Knattspyrnusambandi Indónesíu að liðið geti ekki spilað fyrirhugaðan æfingaleik á móti Stjörnuliði Indónesíu sem átti að vera á mánudaginn.

„Við verðum að hugsa um öryggi leikmanna og starfsmanna okkar því þeir skipta okkur öllu máli," sagði David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United

United kom til Kuala Lumpur í Malasíu í morgun og það er líklegast að leikmenn liðsins verði lengur þar en þó er ekkert enn ákveðið enda eru forráðamenn United að vinna í sínum skipulagsmálum eftir þessi sérstæðu atburði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×