Enski boltinn

Benitez: Sjálfsmarkið breytti öllu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var að vonum svekktur eftir enn eitt tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Sjálfsmarkið breytti öllu. Sjálfstraustið fór hjá mönnum og við byrjuðum að gera mistök. Fyrri hálfleikur var samt góður við vorum sáttir við hann," sagði Benitez en Glen Johnson jafnaði leikinn fyrir Arsenal með ævintýralega klaufalegu sjálfsmarki.

„Þetta breyttist í seinni hálfleik þegar Arsenal fór að leika af meira sjálfstrausti en við af minna. Við fengum mark á okkur of snemma og seinna markið kom líka of fljótt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×