Fótbolti

Knattspyrnumaður fékk svínaflensu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Queen of the South fagna marki.
Leikmenn Queen of the South fagna marki. Nordic Photos / AFP
Skoski knattspyrnumaðurinn Bob Harris, leikmaður Queen of the South í skosku B-deildinni, hefur greinst með H1N1-vírusinn, en veikindin eru betur þekkt sem svínaflensa.

Harris smitaðist þegar hann var í fríi á Ibiza á Spáni en hann er þó ekki eini leikmaður liðsins sem hefur smitast af sjúkdómnum. Miðvallarleikmaðurinn Paul Burns fékk einnig svínaflensuna.

Knattspyrnustjóri liðsins, Gordon Chisholm, sagði um vægt tilfelli væri að ræða. „Hann þarf bara að hvíla sig næstu daga og ég á von á því að hann verði búinn að jafna sig eftir helgi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×