Fótbolti

Þórunn Helga bikarmeistari í Brasilíu annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórunn Helga Jónsdóttir í leiknum í nótt.
Þórunn Helga Jónsdóttir í leiknum í nótt. Mynd/Pedro Ernesto Guerra Azevedo
Þórunn Helga Jónsdóttir varð í nótt bikarmeistari í Brasilíu annað árið í röð eftir 3-0 sigur Santos á Botucatu í úrslitaleiknum sem fram fór á Estádio Paulo Machado í Carvalho. Marta skoraði tvö mörk fyrir Santos og Cristiane kom Santos í 2-0. Þórunn Helga kom inn á sem varamaður í leiknum.

Þetta er þriðji titilinn sem Þórunn Helga vinnur með Santos á þessu ári en liðið vann einnig LINAF-keppnina og varð fyrsti Suður-Ameríku meistari kvenna í fótbolta. Næst hjá liðinu er að taka þátt í fyrstu Heimsmeistarakeppni félagsliða í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×