Enski boltinn

Lögreglan rannsakar Assou-Ekotto

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Assou-Ekotto er hér í handalögmálum við Tim Cahill.
Assou-Ekotto er hér í handalögmálum við Tim Cahill.

Lögreglan rannsakar nú hvort bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto hafi lamið áhorfanda eftir leik Spurs og Wolves í gær.

Kamerúnski landsliðsmaðurinn var dreginn í burtu af aðstoðarstjóra Spurs, Joe Jordan, er hann var í hávaðarifrildi við áhorfanda sem einhverjir vilja meina að hafi endað í handalögmálum.

Tottenham er einnig að rannsaka atvikið og bakvörðurinn gæti verið í vondum málum komi það í ljós að hann hafi slegið áhorfanda.

Assou-Ekotto var ekki í neinu jólaskapi enda tapaði Spurs leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×