Enski boltinn

Van Gaal átti að leysa Ferguson af hólmi hjá United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Louis van Gaal.
Louis van Gaal. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Louis van Gaal hjá Bayern München hefur upplýst að hann hafi fundað með Peter Kenyon, þáverandi stjórnarformanni Manchester United, um að taka við knattspyrnustjórn félagsins fyrir tímabilið 2002-2003.

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson lét hafa eftir sér að hann væri líklega að hætta í lok tímabilsins 2001-2002 en hætti svo við að hætta. Þá var van Gaal langt kominn með að semja við forráðamenn United en vitanlega varð ekkert úr því.

„Þetta var fyrir heimsmeistarakeppnina árið 2002 og ég var að þjálfa Hollendinga. Það var allt klappað og klárt þannig séð. Ég var búinn að ræða við Peter Kenyon og hann tilkynnti mér að Ferguson væri að hætta og ég ætti að taka við. En þegar allt kom til alls þá vildi Ferguson ekki hætta," er haft eftir van Gaal á heimasíðu Sky Sports.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×