Fótbolti

Eyðsla Real Madrid bliknar í samanburði við Icesave

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka, til vinstri, og Ronaldo, til hægri, með Lionel Messi á milli sín.
Kaka, til vinstri, og Ronaldo, til hægri, með Lionel Messi á milli sín. Nordic Photos / AFP

Mikið hefur verið fjallað um Icesave-samkomulagið sem nú er til umfjöllunar hjá Alþingi. Í heimi knattspyrnunnar hefur um fátt meira verið fjallað en eyðslu Real Madrid í sumar sem hefur eytt allra liða langmest í sumar.

Eyðsla Real Madrid á þó lítið roð í þær upphæðir sem eru til umfjöllunar í Icesave-samningi ríkisstjórnarinnar við bæði Hollendinga og Breta.

Í stuttu máli gæti ríkisstjórnin keypt Cristiano Ronaldo 30 sinnum frá Manchester United fyrir sömu upphæð og Real Madrid gerði í gær en þá greiddi félagið United 80 milljónir punda í einu lagi fyrir Ronaldo.

En þá er aðeins átt við sá hluta Icesave-samningsins sem snýr að Bretum. Fyrir hollenska hlutann gæti ríkið fest kaup á Brasilíumanninum Kaka 20 sinnum miðað við upphæðina sem Real Madrid greiddi AC Milan fyrir kappann. Sú upphæð hefur reyndar ekki verið staðfest en almennt er talið er að hún sé um 67,2 milljónir evra.

Þá eru ótaldir vextirnir sem lánið safnar en félagið hefur jú keypt Raul Albiol frá Valencia fyrir smámuni miðað við hina tvo eða fimmtán milljónir evra. Vextirnir á ársgrundvelli duga nokkrum sinnum fyrir þeirri upphæð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×